English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Heilsa og líðan

Bólur á baki og hnakka

Hæ, ég er 14 ára gömul og ég veit að á þessum aldri fáum við bólur og svona en ég er mjög dugleg að þrífa andlitið og er ekki með neinar bólur þar. En ég er með bólur á bakinu og hnakkanum!! Mér finnst það mjög ógeðslegt og vil helst losna við þær fyrir sumarið. Hvað ætti ég að gera ??

Hæ hæ. 

Það gæti verið góð hugmynd að ræða þetta við foreldra þína. Þeir geta vonandi hjálpað þér að ræða við lyfjafræðing í apóteki eða jafnvel pantað tíma hjá lækni til þess að ræða hvað er best að gera til þess að losna við bólurnar.