English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára Strákur | Ýmislegt

Vinnutími 16 ára

Má 16 ára vinna 10 klukkutíma á dag?

Hæhæ

samkvæmt lögum mega 16 ára unglingar almennt ekki vinna nema 8 klukkustundir á dag. 16 ára unglingur má því ekki vinna 10 klukkutíma á dag. Þú getur lesið meira um vinnu hér á vef umboðsmanns barna.

Ef þú ert með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur. Þú getur hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst) eða sent tölvupóst á ub@barn.is.

 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt