English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára | Fjölskylda

Ofbeldi á heimili

Umboðsmaður barna fékk skilaboð þar sem barn segir frá ofbeldi á heimili. Það fylgdi ekkert netfang með fyrirspurninni en hér fyrir neðan er almennt svar um ofbeldi.

Við biðjum hins vegar þann sem sendi skilaboðin vinsamlegast um að hafa samband aftur þannig að við getum sent ítarlegra svar. 

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Barnavernd hefur það hlutverk að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra, en nánar er hægt að lesa um hlutverk barnaverndar hér!

Ef þú eða einhver sem þú þekkir er beittur ofbeldi eða verður vitni af ofbeldi heima hjá sér er mikilvægt að láta barnaverndina vita. Það er líka hægt að ræða við einhvern fullorðinn sem maður treystir, t.d. í fjölskyldunni eða skólanum, og biðja viðkomandi um að hafa samband við barnavernd.

Ef þér finnst öryggi þínu ógnað heima hjá þér skaltu ekki hika við að hringja í 112 og biðja um hjálp.

 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda