English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 17 ára stelpa | Ýmislegt

Getum við leigt saman 17 ára?

hæ, mér og vinkonu minni langar að flytja að heiman og fara leigja saman. þegar við vorum að pæla í þessu þá fundum við ekki svar á netinu hvað aldurstakmarkið væri. við myndum fara í enda ágúst/byrjun sept 2017 og verðum við næstum því orðnar 18 ára (2-3 mán) já, við eigum efni á þessu og erum báðar í vinnu :) fyrirfram þakkir

Umboðsmanni barna barst fyrirspurn varðandi aldurstakmarkið til þess að leigja, þ.e. hvort tveir 17 ára einstaklingar sem eru alveg að verða 18 ára megi leigja saman. Þar sem ekkert netfang fylgdi fyrirspurninni er svarið birt hér. Vinsamlegast hafið samband aftur til að fá nákvæmara svar.

 

Komdu sæl

 Fram að 18 ára aldri ráða foreldrar (þ.e. þeir sem fara með forsjá) búsetu barna sinna. 17 ára unglingar mega því ekki flytja frá foreldrum sínum, nema með samþykki þeirra.

Einstaklingar þurfa auk þess að vera orðnir 18 ára til þess að gera bindandi samninga.  Það er ekkert sem beinlínis bannar 17 ára börnum að flytja út og gera leigusamning, en þá þurfa foreldrar að samþykkja það og skrifa undir samninginn með börnunum. 

Flokkur: Ýmislegt