English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára strákur | Ýmislegt

Langar að vinna

Hæ, ég er 13 ára og mig langar að vinna. Ég bý í Reykjanesbæ og er búinn að leita forever að jobbi og finn bara að bera út hjá mogganum kl6 á morgnanna. Er eitthvað annað sem ég get unnið við?

Hæ hæ.

Það eru því miður ekki mörg störf í boði fyrir 13 ára unglinga. Hérna á vefnum eru upplýsingar um vinnumál og eins og þar kemur fram má almennt ekki ráða börn undir 15 ára í vinnu. Það má þó ráða börn sem eru orðin 13 ára til léttari starfa, en það á t.d. við um létt skrifstofustörf, létt garðyrkjustörf og létt verslunarstörf en þó ekki við kassa. Almennt er litið á nám í grunnskóla sem fulla vinnu og talið æskilegt að börn noti þær stundir sem sem þau eiga lausar til hvíldar og tómstunda. Það gæti því verið betra fyrir þig að bíða í 2-3 ár áður en þú sækir um vinnu.

Þú gætir ef til vill líka talað um þetta við foreldra þína og kannað hvort að einhver sé tilbúinn til að greiða þér fyrir létt störf á heimilinu eða í garðinum. Ef þú ert með fleiri spurningar skaltu endilega hafa samband aftur með því að svara þessum pósti eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjáls númer).

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna.

Flokkur: Ýmislegt