English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Kynlíf og sambönd

Smokkurinn

Hæ ég Er 13 ára stelpa og ég var að enda við að gera það og veit ekki hvað eg var að hugsa hann notaði ekki smokk og eg var að spá hvort eg geri verið ólétt þvi þetta hvíta drasl kom inni mig hann er 15 ára og hann bað mig að spyrja þvi hann vill ekki að eg verði ólétt og hann vill bara halda þessu áfram en get eg orðið ólétt svona ung

Komdu sæl

Þó að þú sért einungis 13 ára getur þú orðið ólétt ef þú stundar óvarið kynlíf. Það er mikilvægt að muna að kynlíf á að snúast um vellíðan, ánægju, virðingu, traust og ábyrgð. Þú átt því aldrei að þurfa gera eitthvað sem þú vilt ekki sjálf. 

Tótalráðgjöfin er ráðgjöf fyrir ungt fólk, m.a. um kynlíf og sambönd. Það er hægt að senda fyrirspurn þangað hér. Þar er m.a. að finna nýlegt svar við spurningu um kynlíf án smokks, þar sem m.a. segir:

Ef þið höfðuð samfarir án þess að nota smokk þá er alltaf möguleiki á óléttu.  Smokkurinn þarf að vera á allan tímann til þess að virka.  Áður en strákar fá fullnægingu lekur úr typpinu sáðvökvi sem að getur innihaldið sæði þannig að það að taka hann út áður en hann fær það virkar ekki...

Við mælum með því að þú ræðir við einhvern fullorðinn sem þú treystir um þessi mál. Ef þér finnst erfitt að ræða þessi mál við einhvern nákominn  ættir þú líka að geta rætt við skólahjúkrunarfræðinginn eða námsráðgjafann í skólanum þínum.

Á vefnum 6h.is er að finna alls konar góðar upplýsingar um kynheilbrigði, meðal annars um smokkinn.  Hér er svo að finna upplýsingar um kynlíf og sambönd. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna