English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| ? ára stelpa | Skóli

Fjarvist í tíma

Eftirfarandi erindi barst okkur á dögunum. Það var hins vegar skekkja í netfanginu sem fylgdi og ekki hægt að senda það áfram. Því birtum við það hér ásamt svari.

Má kennarinn segja ef þú hlýðir mèr ekki gef ég þér fjarvist í tíma?

Hæ!

Það er erfitt að svara því hvort að kennarinn þinn megi gefa þér fjarvist í tíma ef þú ferð ekki eftir fyrirmælum hans. Það fer í raun alveg eftir þeim reglum sem gilda í þínum skóla.

 Nemendur eiga almennt að fylgja fyrirmælum kennara. Ef þeir gera það ekki getur kennarinn brugðist við í samræmi við skólareglur. Sum brot eru þannig að kennarinn getur ákveðið að vísa nemanda úr tíma, en það þýðir oft að nemandi fær fjarvist. Gæti það til dæmis átt við ef nemandi er að trufla tímann og hættir ekki þrátt fyrir að vera beðinn um það 

 Ég mæli með því að þú kynnir þér þær reglur sem gilda í þínum skóla. Það gæti líka verið góð hugmynd að ræða þetta við einhvern sem þú treystir í skólanum, t.d. umsjónarkennara, námsráðgjafa eða skólastjóra.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli