English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára Stelpa | Heilsa og líðan

Tilfinningaleysi

Þann 13. nóvember barst umboðsmanni barna erindi í gegnum barn.is. Erindið er frá 14 ára stelpu sem spyr út í tilfinningar og tilfinningaleysi, t.d. þegar hún fær góðar eða slæmar fréttir. Hún segist hlæja og gráta mjög sjaldan. Því miður voru engar upplýsingar um hvert hægt væri að senda svarið við erindinu og ekki gefið leyfi til að birta það hér á vefsíðu umboðsmanns barna. 

Hér er því erindinu svarað í stuttu máli.

Komdu sæl

Gott hjá þér að skrifa okkur.

Við bregðumst öll mismunandi við gleði og sorg og bæði finnum og sýnum tilfinningar á mismunandi hátt. Það er erfitt að segja hvað er eðlileg viðbrögð og hvað eru óeðlileg viðbrögð við hinu og þessu enda eru allar tilfinningar réttmætar og ekkert eitt sem er eðilegra en annað.  

Tilfinningar geta líka verið mis-sterkar eftir tímabilum og stundum hafa líkamlegt ástand, atburðir og áföll þau áhrif að  tilfinningar verða annaðhvort sterkari eða jafnvel varla til staðar. Stundum getur maður þurft að skoða sjálfan sig og umhverfi sitt vel og spyrja sig alls konar spurninga til að komast nálægt þeim tilfinningum sem eru kannski lengst inni.

Það er gott að þú ræðir málin við foreldra þína og svo veistu vonandi að þú getur líka rætt þetta við námsráðgjafann í skólanum eða hjúkrunarfræðinginn.  Svo getur hjálpað að ræða málin við fagaðila eins og t.d. sálfræðing. Hérna á 6h.is getur þú sent inn fyrirspurn um líðan. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna