English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Heilsa og líðan

Mamma segir að ég sé að verða of feit

Hæ hæ ég er 14 ára og er 162 og 65 kíló ég æfi dans 5 sinnum í viku og er hraust og góð í íþróttum ég fæ að heyra rosalega oft frá mömmu að ég sé að verða of feit og ég endi bara sem offitu sjúklingur og hún er alltaf að seigja mér að vigta mig og segir æjj komum vigtum þig ég sé á þér að þú ert að þyngjast ég hef alltaf verið frekar chubby barn og er bara þannig vaxin ég mundi samt ekki seigja að ég væri feit en þegar hún segir svona við mig lætur hún mig líða mjög illa hvað get ég gert til að grennast langar svo að geta lést um svona 10-15 kíló

Komdu sæl.

Það er leitt að heyra að móðir þín talar svona við þig. Allir ættu reyna að tileinka sér heilbrigða lífshætti með því að borða fjölbreytta og holla fæðu og hreyfa sig reglulega. Í bréfi þínu kemur fram að þú ert að huga vel að heilsunni þinni, æfir dans, ert hraust og góð í íþróttum. 

Við erum öll mismunandi byggð og það er alls ekki hægt að meta hreysti manneskju út frá þyngd hennar. Þú ættir alls ekki að hafa áhyggjur af líkamsþyngd þinni eða líkamsbyggingu því það mikilvægasta er að lifa góðu og heilbrigðu lífi, t.d. með því að hreyfa sig reglulega. Þar ert þú að standa þig vel og ert örugglega mjög flott eins og þú ert. 

Á vefsíðunni 6h.is getur þú lesið meira um líkamsmynd og sjálfsmynd unglinga. Á síðunni er líka hægt að finna ýmsar aðrar upplýsingar um heilsu og heilbrigði. Ef þú hefur áhyggjur sjálf getur þú sent inn spurningu til hjúkrunarfræðingsins á 6h eða leitað til námsráðgjafans í skólanum þínum eða skólahjúkrunarfræðingsins. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna