English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára Strákur | Ýmislegt

Er hægt að fá vinnu 12 ára?

er hægt að fá vinnu einhvern staðar þótt maður er bara 12 ára? þvi mer vantar vasapening?

Komdu sæll.

 Umboðsmaður barna veit því miður ekki um vinnu sem 12 ára barn getur sótt um.

Almennt er litið á nám í grunnskóla sem fulla vinnu og talið æskilegt að börn noti þær stundir sem sem þau eiga lausar til hvíldar og tómstunda. Er meginreglan því sú að ekki má ráða börn yngri en 15 ára til vinnu.  Það má þó gera undantekningu um sum léttari störf frá 13 ára aldri.

 

Þú getur prófað að sækja t.d. um létt þjónustustörf þegar þú verður 13 ára. Það eru þó ekki mörg störf sem 13 ára börn mega vinna. Það gæti því verið betra fyrir þig að bíða í 2-3 ár með að fá þér vinnu. Ef þig langar að vinna þér inn pening getur þú byrjað á því að ræða við foreldra þína og spurt hvort þú getir fengið að sinna einhverjum verkefnum á heimilinu gegn því að fá vasapening. 

Að lokum vill umboðsmaður barna benda þér á hversu mikilvægt það er fyrir þig að sinna skólanum vel og hafa nægan frítíma til þess að njóta þess að gera það sem þér finnst skemmtilegt. Það er nægur tími til þess að vinna í framtíðinni.

Þú getur lesið meira um vinnu barna og unglinga hér á vef umboðsmanns barna.

Gangi þér vel!

Flokkur: Ýmislegt