English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Fjölskylda

Heimilisstörf

Mega foreldrar mínir pína mig til að vinna heimilisverk? Hvað mikið? Mér finnst ég þurfa að gera of mikið heima.

Komdu sæl

Það er sjálfsagt mál að þú aðstoðir foreldra þína við heimilisstörf - upp að vissu marki. Það getur verið matsatriði og eflaust eru ekki allir sammála hversu mikið er „eðlilegt" að biðja börn um að gera. Aðstæður fjölskyldna eru mismunandi. Sumir foreldrar verða að vinna mjög mikið og treysta því að börnin taki þátt í því að halda heimilinu í lagi. Sum börn hafa mikið að gera í skóla- og frístundastarfi og hafa því kannski ekki mikinn tíma til að vinna heimilisstörf.

 Hafa ber í huga aldur og þroska barna þegar ákveðið er hversu mikinn þátt þau eiga að taka í heimilisstörfum og að sjálfsögðu er best að börn og foreldrar geti komið sér saman um skipulagið hverju sinni. Þar sem þú ert 13 ára gæti t.d. verið við hæfi að þú héldir herberinu þínu snyrtilegu, gangir frá eftir þig og aðstoðaðir stundum í eldhúsinu, færir út með ruslið o.þ.h. 

Ef þú er ekki sátt við verkefnin þín á heimilinu skaltu endilega fá foreldra þína til að ræða það. Foreldrar eiga að hlusta á börn sín og taka tillit til skoðana þeirra.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda