English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára strákur | Kynlíf og sambönd

Þungun - kynsjúkdómar - smokkurinn

Hvernig fer maður að því að eignast börn ef það er hætta á kynsjúkdómi að nota ekki smokk?

Komdu sæll

Fólk sem er búið að ákveða að það sé tilbúið að eignast barn og ala það upp saman er yfirleitt búið að vera í sambandi í einhvern tíma. Þegar fólk er í föstu sambandi og stundar ekki kynlíf nema með maka sínum er hættan á því að smitast á kynsjúkdómi lítil sem engin, sérstaklega ef bæði eru búin að fara í tékk hjá „Húð og kyn“. Þeir sem hafa átt aðra bólfélaga áður ættu alltaf að láta tékka á sér áður en þeir hætta að nota smokk. Margir sem eru í föstu sambandi nota því aðrar getnaðarvarnir en smokkinn. Svo þegar parið er tilbúið í barneignir er notkun getnaðarvarna hætt.

Við mælum með því að unglingar sem vilja stunda kynlíf með öðrum noti alltaf smokk til að koma í veg fyrir kynsjúkdómasmið og/eða þungun. Því fylgir mikil ábyrgð og skuldbinding að eignast barn. Það er því best að bíða með barneignir í þó nokkur ár í viðbót. Ef þig vantar upplýsingar um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir má líka benda á þessa síðu á 6h.is

Kær kveðja frá umboðsmanni barna