English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Kynlíf og sambönd, Heilsa og líðan

Pillan og sýklalyf

Hefur lyfið selexid áhrif á virkni pillunnar?

 Komdu sæl

Það starfar enginn heilbrigðisstarfsmaður hjá umboðsmanni barna. Við höfðum þó samband við lyfjafræðing sem benti á að það væri mikilvægt að lesa fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Það kemur ekkert fram á fylgiseðlinum sem bendir til þess að lyfið selexid hafi áhrif á pilluna – sjá hér.  Við mælum samt með því að þú ræðir þetta við þinn heimilislækni. Lyf hafa mismunandi áhrif á fólk og er því best að ræða við einhvern sem þekkir þig og þína heilsufarssögu.

Ef þú ert með fleiri spurningar er þér velkomið að hafa samband aftur. Þú getur sent tölvupóst á ub@barn.is eða hringt í síma 800-5999 (gjaldfrjálst).

Kær kveðja frá umboðsmanni barna