English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára strákur | Heilsa og líðan

Kláði

Ég er 16 ára strákur og mér klæjar hrikalega oft á pungnum en mest á kvöldin. Síðan sagði mamma að það væri örugglega sveppir á rökunni mínni sem ég raka af mér kynhárin. Ég hef aldrei stundað kynlíf eða neitt þannig. Þannig mér finnst þetta svoldið skrýtið en ég hef alveg stundað sjálfsfróun og svoleiðis. Hvað helduru að þetta sé?

Komdu sæll

Við hjá umboðsmanni barna eigum erfitt með að ráðleggja þér með þetta. Við mælum með því að þú skoðir þessar síður þar sem þú getur fengið ráðleggingar fagfólks:

www.6h.is.  Smelltu hér ef þú vilt spyrja hjúkrunarfræðing.

www.attavitinn.is. (Áttavitinn og Tótalráðgjöf). Þarna getur þú fundið spurningar og svör um rakstur o.fl. og spurt að hverju sem er. 

Á www.astradur.is Hægt er að senda læknanemunum tölvupóst í fullum trúnaði á netfangið leyndo@astradur.is.

Svo veistu vonandi að þú getur pantað þér tíma á heilsugæslustöð og fengið lækni til að líta á þetta. 

Gangi þér vel.

Kveðja frá umboðsmanni barna