English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára strákur | Ýmislegt

Breyting á nafni

Ég gjörsamlega hata nafnið mitt.  Ég væri meira en sáttur ef ég gæti fengið að breyta því.

Komdu sæll

Í 13. grein laga um mannanöfn  er fjallað um nafnabreytingar. Barn (undir 18 ára aldri) getur sjálft ekki breytt nafninu sínu sjálft. Báðir foreldrar (ef báðir fara með forsjá) þurfa að biðja Þjóðskrá um leyfi til að breyta nafni barns síns. Börn sem eru 12 ára og eldri þurfa samt sjálf að samþykkja nafnabreytinguna þannig að segja má að þau hafi nokkurs konar meðákvörðunarrétt í þessum málum. 

Börn á öllum aldri mega segja skoðun sína á málum sem skipta þau máli og foreldrar og aðrir í samfélaginu eiga að hlusta á börnin og taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Eftir því sem þú eldist átt þú að fá að ráða meiru þó að foreldrar hafi lokaorðið .Það er fátt eins persónulegt og eiginnafn og því ættu foreldrar þínir að taka mikið tillit til álits þíns. 

Hér eru meginreglur um mannanöfn. Ef þú og foreldrar þínir eru sammála um að sækja um leyfi til að breyta nafninu þínu þurfið  þið að fylla út eyðublað á vefnum www.skra.is

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt