English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 17 ára strákur | Ýmislegt

Afgreiðsla áfengis

Hversu gamall þarf maður að vera til að afgreiða áfengi á bar?

 Komdu sæll

Um þetta gildir 18. grein áfengislaga en þar segir m.a.:

Óheimilt er að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem er yngri en 20 ára. Ávallt þegar ástæða er til að ætla að kaupandi eða viðtakandi áfengis hafi ekki náð þessum aldri skal sá sem selur, veitir eða afhendir það láta hlutaðeiganda sanna aldur sinn með því að sýna skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt.

Til að selja áfengi þarf viðkomandi fyrst að hafa fengið það afhent. Svarið við spurningu þinni er því að fólk þarf að hafa náð 20 ára aldri til að mega selja áfengi. Einhverjar sérstakar undanþágur gilda þó um framreiðslunema.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt