English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Skóli

Stelpuskólar og strákaskólar

Af hverju er ekki stelpur og strákar með sér skóla?? Það myndi vera miklu betra

Komdu sæl

Það hafa margir sterkar skoðanir á því hvort það sé betra eða verra  fyrir stelpur að vera í sérstökum stúlknaskólum og stráka að vera í drengjaskólum.  Þannig skóla er víða að finna í útlöndum.

Hér á landi hefur þó verið farin sú leið að blanda báðum kynjum í öllum námsgreinum.  Ástæðan fyrir því er að tryggja báðum kynjum jöfn tækifæri og þar með jafnan rétt til náms. Nánari upplýsingar um ástæður kynjablöndunar ættir þú að fá hjá menntamálaráðuneytinu sem fer með yfirstjórn menntamála og gefur út námsskrár.

Hjallastefnan rekur leikskóla og grunnskóla þar sem strákar og stelpur eru aðskilin stóran hluta skóladagsins. Til að kynna þér kynjaskipt skólastarf betur vill umboðsmaður benda þér á að lesa greinina Kynjaskipting sem leið að jafnrétti  sem er að finna á fræðsluvef Hjallastefnunnar.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli