English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 10 ára strákur | Skóli

Mismunandi reglur fyrir bekki í sama árgangi

Kennararnir í fjórðu bekkjunum í skólanum mínum, eru ekki með sömu reglurnar og það finst mér ósanngjarnt. Til dæmis þegar það má koma með dót í skólann mega hinir fjórðu bekkirnir koma með rafdót, en ekki minn bekkur.  Eiga ekki kennarar að hafa sömu reglurnar í öllum bekkjunum?  Eða geta þeir gert bara það sem þeim langar til?

Komdu sæll

Yfirleitt er það þannig að kennarar geta sett sér sínar eigin reglur fyrir bekki sína – svo framarlega að þær samræmast skólareglum og fyrirmælum skólastjórnenda. En þegar svona bekkjarreglur eru búnar til er mikilvægt að krakkarnir í bekknum fái að vera með í að ákveða hvernig reglur þeir vilja hafa. Þannig verða allir sáttari með reglurnar og líklegri til að fylgja þeim.

Ef ykkur í bekknum finnst reglurnar ósanngjarnar þá getið þið að sjálfsögðu bent kennaranum á það og beðið hann um að endurskoða reglurnar þannig að meira samræmi sé á milli bekkja.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli