English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára strákur | Skóli

Við í bekknum viljum nýjan kennara.

Við í bekknum viljum nýjan kennara. 

Sæll

Þú segir að þið krakkarnir í bekknum vilji fá annan kennara. Fyrst má benda á að nemendur geta ekki krafist þess að fá nýjan kennara nema hann hafi brotið af sér í starfi.  Það að hann sé ekki nógu skemmtilegur er t.d. ekki gild ástæða.

Ef þið teljið að kennarinn ykkar hafi brotið af sér skuluð þið byrja á að ræða málið við foreldra ykkar eða einhvern fullorðinn sem þið treystið.  Svo skuluð þið fá fund með skólastjóra og ræða þetta mál við hann og segja frá ástæðum þess að þið viljið nýjan kennara. Ef þið hafið virkilega haldbær rök þá mun skólastjórinn eflaust taka þetta mál til athugunar.

Í flestum skólum er starfandi nemendaráð en þau eru mikilvægur vettvangur nemenda fyrir velferðar- og hagsmunamál þeirra. Þú gætir lagt málið fyrir nemendaráðið í þínum skóla til að athuga hvort nemendur annarra bekkja hafi sömu skoðun eða svipaða reynslu af kennaranum. Það getur verið stuðningur við málflutning ykkar, ef fleiri nemendur hafa upplifað einhver vandamál í sambandi við þennan kennara. Einnig má benda ykkur á að leita til námsráðgjafans í skólanum, sem gæti aðstoðað ykkur í þessu máli.

Í sambandi við þetta mál gæti verið gott að skoða siðareglur kennara og lög um grunnskóla.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli