English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára strákur | Skóli

Er skylda að mæta á skólaball kl. 18?

Má skólinn minn láta mig mæta á skólaball kl 6 um kvöldið og gefa mér fjarvist fyrir ef ég mæti ekki?

Komdu sæll.

Umboðsmanni barna er ekki kunnugt um neina reglu sem bannar skólanum þínum að skylda þig og skólasystkin þín að mæta á skólaball kl. 18:00 um kvöld og gefa ykkur fjarvist ef þið mætið ekki. Þar sem ballið er haldið utan hefðbundins skólatíma verður þó að vera meiri sveigjanleiki hjá skólanum að gefa leyfi til að sleppa ballinu, t.d. þegar nemendur eru í tómstundum á sama tíma.

Skólastjóri skal gæta þess að starfstími nemenda sé samfelldur með eðlilegum hléum og fari ekki fram yfir hæfilegt vinnuálag miðað við aldur nemenda. Nemendur eiga rétt á því að fá nægjanlega hvíld frá skipulögðu starfi innan hvers skóladags og skólaárs, sbr. 13. gr. grunnskólalaga. Einnig eiga nemendur rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er.

Ef þú ert ósáttur við að hafa fengið fjarvist fyrir að mæta ekki á skólaball skaltu endilega ræða það við skólastjórann.

Hafðu endilega samband ef fleiri spurningar vakna.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli