English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára strákur | Skóli

Fjarvist fyrir að vera vísað úr tíma eftir 15 mín.

Má kennari gefa manni fjarvist ef maður mætir í tímann og er búinn að vera í tímanum í 15 mín og má kennarinn henda manni út og gefa manni fjarvist?

Komdu sæll

Nemendum ber að fara eftir skólareglum og fyrirmælum kennara á skólatíma. Þetta er mikilvægt til að aðrir nemendur fái vinnufrið og upplifi sig örugga.

Kennarar mega að sjálfsögðu ekki reka nemendur út úr tíma án gildrar ástæðu. En ef nemandi hegðar sér illa eða hlýðir ekki kennara getur kennari vísað honum úr tíma. Þá er eðlilegt að nemandi fái fjarvist. Ef þú telur þig hafa fengið ósanngjarna meðferð skaltu ræða málin við foreldra þína. Þú og/eða foreldrar þínir getið svo  talað við umsjónarkennarann eða skólastjórann og óskað eftir skýringum eða að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli