English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Heilsa og líðan

Sorgmædd eftir að hafa misst gæludýrið

hæ, hæ ég var að missa stökkmúsina mína í fyrradag og ég held alltaf að ég sé búin að jafna mig en svo byrja ég bara allt í einu að gráta! ég er búin að reyna að dreifa hugan með því að fara í sund, lesa og fara á æfingar :(   Er eitthvað annað se ég get gert? ég er núna að hafa mig til í skólann og ég er svo hrædd um að ég gráti þar og það vil ég sko ekki! ég vil gjarnan fá ráð frá þér :(

Komdu sæl

Það er mjög leiðinlegt að heyra að þú hafir misst stökkmúsina þína en þú ert mjög dugleg að leita eftir aðstoð.

Það er alltaf erfitt að missa einhvern sem manni þykir vænt um og það er alveg eðlilegt að þú skulir bresta í grát þegar þú hugsar um músina þína. Þetta verður auðveldara með tímanum þó að þú haldir áfram að sakna hennar.

Eitt besta ráðið til að takast á við sorg er að ræða málin við einhvern sem maður treystir. Ég mæli með því að þú ræðir málin við fjölskyldu þína, góða vinkonu eða einhvern sem þú treystir að geti gefið þér umhyggju og stuðning.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna