English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára strákur | Skóli

Ókurteis kennari

Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Í ensku þá er gamall kennari sem er alltaf að seigja ég sé heimskur og þroskaheftur og er alltaf að seigja það ef maður talar.

Komdu sæll

Það er alveg á hreinu að kennarar mega ekki segja að nemendur séu heimskir og þroskaheftir. Í lögum um grunnskóla segir t.d.

Starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki

Ef kennari eða annað starfsfólk skólans er með dónaskap er mikilvægt að láta umsjónarkennarann, námsráðgjafann eða annað starfsfólk vita. Umboðsmaður barna mælir samt með því að þú ræðir málin fyrst við foreldra þína.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli