English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Ýmislegt

Nemendur passi fyrir kennara

Hey er leyfilegt að kennarar biðji nemendur sína um að passa börnin sín fyrir sig, eftir skóla td á kvöldin eða þegar þeir eru í annari vinnu?

Komdu sæl

Það er ekkert sem bannar það að kennari biðji nemendur sína um að passa fyrir sig ef viðkomandi nemandi er orðinn 15 ára en skv. Vinnueftirlitinu má ekki ráða börn yngri en 15 ára til að gæta barna. Þetta er útskýrt hér á síðu Vinnueftirlitsins.

Best er að foreldrarnir ræði við kennarann eða séu allavega hafðir með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir um vinnutíma, laun og um það hvort unglingurinn þiggur starfið yfirhöfuð.

Kveðja frá umboðsmanni barna

 

Flokkur: Ýmislegt