English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 17 ára stelpa | Ýmislegt

Nám í félagsráðgjöf og tómstundaráðgjöf

Það er eitt sem mig langar að vita. Hvað þarf maður að læra til að verða félagsmálaráðgjafi? :D

Komdu sæl

Þú spyrð um félagsmálaráðgjöf. Gæti verið að þú sért að meina félagsráðgjöf? Eða e.t.v. starf tómstundaráðgjafa?

Til að starfa sem félagsráðgjafi þarft þú að ljúka meistaranámi í félagsráðgjöf til starfsréttinda. Fyrst þarft þú samt að ljúka BA-námi í félagsráðgjöf með fyrstu einkunn. Allar upplýsingar um félagsráðgjafarnámið finnur þú á vefsvæði Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands.

Til að starfa sem íþrótta- og tómstundaráðgjafi þarftu að hafa háskólagráðu, t.d. á sviði sálfræði, frístundafræða (kennt í Svíþjóð),  kennarapróf/kennsluréttindi eða sambærilega háskólamenntun  skv. upplýsingum frá Reykjavíkurborg.

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna  

Flokkur: Ýmislegt