English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára strákur | Skóli

Eftirseta

Hafa stjórnendur í grunnskóla leyfi til þess að setja nemdur í 20 mín eftirsetu eftir að hafa komið 3 sinnum of seint í skólann ?

Komdu sæll

Já, þeir hafa leyfi til þess EF það segir svo í reglum eða samþykktum skólans. Þá er alveg eðlilegt að nemendur þurfi að sitja eftir í 20 mínútur þegar þeir hafa komið þrisvar sinnum of seint.

Það sem er mikilvægast er að skólareglurnar og viðurlögin við brotum á þeim séu vel kynntar fyrir nemendum, foreldrum og starfsfólki skólans og aðgengilegar á heimasíðu skólans.  

Umboðsmaður barna hefur gagnrýnt það þegar viðurlög eru ekki í samræmi við brot á skólareglum en í þessu tilviki virðist eðlilegt samræmi vera þarna á milli, þ.e. þeir sem missa úr tíma í byrjun skóladags þurfa að bæta við tíma í lok skóladags. 

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli