English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Skóli

Vandræði með baðvörð

Hæ,hæ .... sko ég og aðrar stelpur í bekknum mínum erum alltaf svo stressaðar að fara í íþróttir því að það er kona sem er alltaf inni í klefanum,og hún bíður eftir að við klæðum okkur úr, og þá byrjar hún að káfa á okkur. Hún strýkur á okkur bökin og fer svo að framan en við stoppum hana alltaf áður en hún fer lengra. Mamma vill klaga í skólann en ég er ekki viss um að ég þori að sega frá því að þá verð ég svo skömmustuleg :( er ekkert annað sem hægt er að gera en að klaga?

Komdu sæl 

Það er alveg sjálfsagt mál að ræða þetta við skólann. Það er alltaf spurning hvað maður kallar það; að klaga eða ræða málin :-)  En orð eru til alls fyrst ef maður vill breyta hlutunum.

Það liggur kannski beinast við að byrja á því að benda konunni í vinsemd á að þið viljið ekki að hún sé að koma við ykkur. Kannski eruð þið að misskilja hana á einhvern hátt. Ef ykkur er illa við að ræða þetta beint við konuna er líklega best að þið stelpurnar ræðið málið annað hvort við umsjónarkennarann ykkar eða námsráðgjafann í skólanum.  Það þarf ekkert að hafa hátt um þetta eða gera þetta að stórmáli. Umsjónarkennarinn eða námsráðgjafinn getur líklega rætt við konuna til að skýra frá því hvernig þið lítið á þetta og að ykkur sé illa við þetta. Svo verður skólinn að meta hvort eitthvað verður gert meira með þetta innan skólans.

Það er gott að þú hafir sagt mömmu þinni frá þessu. Vonandi hafa hinar líka sagt foreldrum sínum frá þessu því það er best að þau viti hvað er í gangi í skólanum enda eru það þau sem bera ábyrgð á velferð ykkar.

Gangi ykkur vel.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli