English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára strákur | Ýmislegt

Frístundakort ÍTR og líkamsræktarstöðvar

Er ekki hægt að láta styrkinn frá ÍTR gilda til líkamsræktar í World Class, en þar er ég með árskort og það er mín íþróttaiðkun og mér finnst óréttlátt að fá ekki styrk vegna þess.

Komdu sæll

Í erindi þínu til umboðsmanns barna spyrð þú hvort þú getir nýtt styrkinn frá ÍTR hjá World Class.

Samkvæmt reglum og skilyrðum um frístundakort ÍTR er hægt að nýta frístundakortið til kaupa á þriggja til tólf mánaða kortum á líkamsræktarstöðvum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um fræðslu til iðkenda og utanumhald. Samkvæmt upplýsingum frá ÍTR er World Class meðal þeirra stöðva sem uppfylla slík skilyrði.

Til þess að þú getir nýtt styrkinn við kaup á korti í World Class þarft þú að þiggja ákveðnar leiðbeiningar og þjálfari í sal þarf að taka á móti þér í nokkur skipti. Þú getur óskað eftir nánari upplýsingum hjá starfsfólki World Class eða ÍTR (sími 411-5000).

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

 

 

Flokkur: Ýmislegt