English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Kynlíf og sambönd

Neyðarpillan

Hæ hérna ég gerði það í fyrsta skiptið með kærastanum mínum og vorum ekki með smokk er smá hrædd um að verða ólétt er ekki eitthvað lyf sem hindrar mann að verða óléttur

Komdu sæl

Umboðsmaður barna vill benda þér á að kíkja á Ástráð sem er vefsíða læknanema um allt sem viðkemur kynlífi, kynsjúkdómum og getnaðarvörnum. Þar finnur þú m.a.  upplýsingar um neyðarpilluna sem þú ættir að lesa sem fyrst. Í framhaldinu væri e.t.v. gott ef þú myndir ræða við kærastann um nauðsyn þess að nota getnaðarvarnir, þ.e. ef þið teljið ykkur bæði vera tilbúin að stunda kynlíf.

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna