English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Fjölskylda

Kynferðisleg misnotkun í æsku

Ath. Þetta erindi hefur verið stytt af umboðsmanni barna.

Veit ekki hvernig ég á að orða þetta, en ég geri mitt besta, þegar ég var yngri var mér ekki beint nauðgað, veit ekkert hvernig a að kalla þetta, en þaðvar frændi minn sem bauð mér með sér heim að gefa kettinum, og hann fór með mig inní rúm, lagðist ofan á mig og ... lét mig horfa a klámspólu, og lét mig velja hvaða stellingu ég vildi (ég var ekki nema 4-5) og einnig klamblöð, þetta gekk í alllangan tima, þar til bræður minir fóru að gera svipað ... Ég sagði mömmu og pabba, þetta fór til barnaverndarnefnd, og allt, en svo áttaði eg mig a þvi að ég væri að rústa fjölskyldunni, og ég vildi ekki hafa það a samviskunni að hafa gert það! Þannig eg laug að þeim og saðgi að ég hefði logið þessu öllu saman. Ég lokaði mikð á þetta, og næstum gleymdi því, ekki fyrr en nuna þegar ég var 13 þetta fór að rifjast mikið upp þessir tímar (það sem ég man, náði svo mikið að loka a þetta). En eg fór að taka eftir þvi, eg leita soldið eftir ást hjá strákum, strákum sem vilja meira með mig að hafa, en þetta sem mér var gert í barnæsku!  Liggja í faðmlagi, og láta elska mig, er þetta eðlilegt? Og hvað á ég að gera? Á ég að fara til allra og segja að eg hafi verið að ljúgja? Getur ástæðan að eg byrjaði að reykja útaf eg fór að rifja þetta upp??

Komdu sæl

Það er gott hjá þér að leita þér aðstoðar. Þegar maður rifjar upp svona hræðilegar minningar er ekkert skrýtið að manni líði illa. Leyndarmálum eins og því sem þú geymir á maður að segja frá ... þó að það virðist vera óyfirstíganlega erfitt. Ekkert getur réttlætt kynferðisofbeldi og frændi þinn og bræður þínir bera alla ábyrgð. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er mjög alvarlegur glæpur og það er mjög mikilvægt fyrir þig að fá það viðurkennt að það sem þeir gerðu við þig var rangt og ólöglegt. Ef sannleikurinn kemur fjölskyldunni í uppnám eða sundrar henni á einhvern hátt þá er það þeirra ábyrgð – alls ekki þín. Vonandi gerir þú þér betur grein fyrir því núna en þegar þú varst yngri og vildir halda öllum góðum en varst sjálf eflaust full af sjálfsásökunum og sektarkennd.

Þú, sem lítið barn, áttir rétt á því að njóta ástar, öryggis og verndar gegn hvers kyns ofbeldi og núna getur þú gert kröfu um að sannleikurinn fái að koma í ljós og að þú fáir alla þá aðstoð sem þú þarft.

Hér á fullorðinssíðu umboðsmanns barna eru upplýsingar um kynferðislegt ofbeldi. Þar er mikill fróðleikur og upplýsingar um ýmsa aðila sem geta hjálpað þér. Þú verður svo að velja þá leið sem hentar þér best. 

Umboðsmaður barna vill benda þér á að réttur aðili til að taka á svona málum er barnaverndarnefndin í sveitarfélaginu þínu. Barnaverndin hefur svo samband við foreldra þína.

Ef þú hins vegar vilt byrja á að fá ráðgjöf gæti verið gott fyrir þig að leita fyrst til Stígamóta eða Blátt áfram með erindi þitt. Þar eru góðar konur með reynslu og mikla þekkingu á þessum málum og þær geta hjálpað þér að taka á þessu. Sjá nánar á www.stigamot.is og www.blattafram.is. Hjá þessum samtökum getur þú líka fengið útskýringar á hegðun og líðan þeirra sem hafa verið beittir kynferðisofbeldi í æsku.

Umboðsmaður barna vill líka benda þér á nokkra aðila í skólanum sem þú átt að geta leitað til með svona mál. Það eru umsjónarkennarinn, námsráðgjafinn og hjúkrunarfræðingurinn. Þó að þessir aðilar séu bundnir trúnaði um persónuleg málefni nemenda ber þeim skylda til að tilkynna grun um kynferðisofbeldi til barnaverndarinnar.

Ef þú átt gott samband við foreldra þína, eldri systur eða einhvern annan nákominn eins og t.d. vinkonu vill umboðsmaður mæla með því að þú opnir þig fyrir þeim, hvort sem það er áður eða eftir að þú leitar þér aðstoðar hjá fagfólki eins og Stígamótakonum.

Umfram allt; ekki gefast upp og ekki ásaka sjálfa þig! Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn. Þú getur alltaf hringt þangað þegar þér líður illa.

Gangi þér sem allra best.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda