English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Fjölskylda

Hvað get ég sagt við ömmu?

Hæhæ amma mín er mjög góð. En ég er nýhætt að æfa íþrótt ég vil helst bara að gleyma henni. Hvað get ég sagt við hana ömmu mína svo að hún skilja það að ég vilji láta hætta tala um það??

Komdu sæl

Þú skalt ekkert vera feimin að segja ömmu þinni frá því að þú viljir ekki tala um þessa íþrótt sem þú ert hætt í. Þú getur líka beðið mömmu þína eða pabba um að segja ömmu þinni frá því.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

 

Flokkur: Fjölskylda