English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Kynlíf og sambönd

Hrifin af homma

Hæ vandamál! Ég er með strák í tíma og við urðum ágætir vinir, og ég varð geðveikt hrifin af honum. Svo varð ég bara ástfangin af honum og gaf það alltaf í skyn o.s.frv. þangað til ég spurði hann hvort ég ætti séns í hann, og hann sagði já en hann væri hommi.

Komdu sæl

Það er víst lítið hægt að gera í þessu þó að þetta geti verið sárt. Ef hann segist vera samkynhneigður þá verður þú bara að virða það. Þið getið haldið áfram að vera góðir vinir. Leyfðu tímanum að líða og njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu.

Ef þú vilt ræða um persónuleg mál þín í trúnaði við einhvern þá vill umboðsmaður benda þér á Tótalráðgjöfina sem býður upp á heildræna ráðgjöf fyrir unglinga. Heimasíðan er www.totalradgjof.is.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna.