English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Ýmislegt

Held að frændi minn sé hrifinn af mér

Já halló. Ég held að frændi minn sem er 16 ára, sé hrifinn af mér. Alltaf þegar ég kem til hans þá byrjar hann að faðma mig, horfa á mig og snerta mig (ekkert á ósiðlegan hátt) og mér finnst þetta óþæginlegt. Hvað á ég að gera?

Komdu sæl

Það er nú yfirleitt gott að tala hreint út um svona mál. Ef þér finnst þetta óþægilegt þá er örugglega best að segja frænda þínum það. Kannski er þetta bara misskilningur og þá er hann bara leiðréttur. Ef hann er hrifinn af þér er mikilvægt að hann geri sér grein fyrir því að þú ræður yfir líkama þínum og ef þú vilt ekki að hann sé að faðma þig og snerta verður hann að virða það.

Umboðsmaður barna mælir með því að þú talir um þetta við foreldra þína. Ef þetta hvílir þungt á þér og þú forðast að hitta hann er mikilvægt að þú segir  þeim frá þessu.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

 

Flokkur: Ýmislegt