English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára stelpa | Fjölskylda

Heimilisofbeldi. Langar ekki að búa heima lengur

Málið er að ég hef verið beitt líkamlegu ofbeldi af fósturmömmu minni í hálft ár. Ég fór til barnaverndar og tilkynnnti það. Svo var tekið viðtal við foreldra mína og mig. og síðan var málið látið falla niður. Mig langar ekki að búa heima hjá mér lengur. Ég vil strjúka eða fara í eitthvað athvarf fyrir unglinga. Ég var að spá hvort að það væri eikvað unglingaathvarf í Kópavogi eða Reykjavik fyrir unglinga sem vilja ekki búa heima hjá sér lengur? Ofbeldið heldur áfram og stundum ögra ég mömmu minni að halda áfram. Ég veit að ég á ekki að gera það. Svo á kvöldin þá segir hún fyrirgefðu, og svo heldur það áfram næsta dag. Pabbi minn er hættur að grípa inn í. Nú fer hann bara á bar, þegar mamma mín lætur sona.. Hvað á ég að gera? Mig langar mest að fara í athvarf lengst í burtu frá foreldrum mínum.. eða bara deyja... Hjálp!

Komdu sæl

Það er leitt að heyra um ástandið heima hjá þér. Foreldrar þínir þurfa greinilega á ráðgjöf og stuðningi fagfólks að halda og þú þyrftir líka e.t.v. að fá tækifæri að ræða málin við einhvern sem þú treystir.

Í 28. gr. barnalaga segir:  "Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi".  Þetta þýðir að ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi, allra síst á heimili sínu.  Friðhelgi heimilisins nær ekki til ofbeldis.

Þó að barnaverndarnefndin hafi þegar tekið mál ykkar fyrir og e.t.v. lokað því þá þýðir það ekkert endilega að það sé ekki hægt að skoða það aftur. 

Ef þú gefur leyfi þitt vill umboðsmaður fá að hafa samband við barnavendina þar sem þú býrð og kanna mál þitt þar. Viltu skrifa póst á ub@barn.is þar sem þú segir hvað þú heitir og hvar þú býrð eða hringja til umboðsmanns í síma 800 5999. Þú átt rétt á hjálp.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

 

Flokkur: Fjölskylda