English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára strákur | Heilsa og líðan

Þarf ég geðlækni eða sálfræðing?

ATH. Þetta bréf hefur verið stytt af umboðsmanni barna

hæ ég veit ekki hvort að þetta sé rétta síðan en ég vildi spyrja hvort að ég þurfi að sjá geðlækni því síðan ég var litill fanst gaman að kyrkja ketti og lemja aðra. Ég lagði krakka tvisvar sinnum stærri en ég allan timan ég er ekkert hrædur um að deyja og hvort að ástæðan var að ég var lamin þegar síðan ég var litill og kærasti mömmu minar lokaði mig stundum inni herbergi með eingu ljósi og sagði að mamma mín hatar mig ég held kanski að þetta er ekki rétt en mér liður enðá illa um þetta hvort það mundi hjálpa eitthvað ef ég færi til sjálfræðings ok kanski þetta litur illa út en síðan ég var litill hef ég einu sinni reynt að drepa mig í 3 bekk aftur í 8 bekk og ég hef eiginlega ekkert í lifinu minu sem vill halda mér á lifi.

það hefur verið reynt að taka mig frá mömmu minni 3 sinnum og nuna á ég heima hjá pabba minum mér stundum liður eins og það er ekkert annað en að stela og ! gera eitthvað slæmt af mér ég hef aldrei eiginlega verið eitthvað áhugsamur um lifið...... en já þetta er bara stitting á því sem hefur gerst hjá mér og ég er bara forvitin um þetta hvort að ég sé pshycho eða bara vill hefna min á því sem hefur gerst fyrir mig stundum samt liður mér næstum að ég vill drepa eitthvern sem gerir eitthvað slæmt við mig mér bara finnst eiturlyf góð en lifið slæmt ég held þetta er samt alveg venjulegt hehe.

kanski fæ ég svar frá ykkur takk. þetta er bara það sem komst uppur mér

Komdu sæll 

Umboðsmaður reyndi að svara þér persónulega á netfangið sem þú gafst upp en það virkaði ekki.

Í erindi þínu til umboðsmanns barna segir þú frá erfiðleikum í lífi þínu sem eru þess valdandi að þér líður mjög illa. 

Það er mjög gott hjá þér að skrifa bréfið og leita þér aðstoðar á svo einlægan hátt. Í bréfi þínu spyrð þú hvort það sé þörf á því að þú farir til geðlæknis eða sálfræðings. Hjá umboðsmanni barna er enginn með fagþekkingu á sálfræði og því sýndi ég deildarstjóra á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) bréfið þitt (tölvupóstfangið þitt kom þar ekki fram) og spurði um hennar álit. Að hennar mati átt þú í miklum og alvarlegum vanda og þarft að fá aðstoð fagfólks sem fyrst.

Best væri að byrja á því að finna þér góðan sálfræðing til að hjálpa þér að greiða úr þínum málum. Í kjölfarið gætir þú þurft á meðferð geðlæknis að halda en það er samt ekkert víst. Sálfræðingur getur hjálpað þér að fara í gegn um málin og meta hvar þú ert staddur. Þú gætir athugað með að finna þér sálfræðing sem hefur reynslu af að hjálpa ungum mönnum eins og þér. Upplýsingar um sálfræðinga ættir þú að fá hjá Sálfræðingafélagi Íslands.

Þú skalt endilega taka þessum ábendingum alvarlega því þú þarft svo sannarlega á hjálp að halda. Ef þú vilt ræða málin við starfsfólk BUGL þá er síminn þar 543 4300. 

Ef það er enginn fullorðinn nálægt þér sem þú treystir að muni hjálpa þér þá vill umboðsmaður benda þér á fjölskylduþjónustu sveitarfélagsins þíns. Það er í rauninni hlutverk barnaverndaryfirvalda að hjálpa þér og eflaust hefur ýmislegt verið reynt til þess. Þú átt sjálfur að geta leitað til barnaverndarinnar eftir aðstoð til að koma lífi þínu á réttan kjöl. Það á að vera nóg að hringja í 112.

Ef þig vantar frekari upplýsingar hafðu þá samband með því að senda tölvupóst á ub@barn.is

Gangi þér sem allra best. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna