English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Fjölskylda

16 ára foreldri

Er ekki rétt hjá mér að barn hefur rétt á því að vera hjá báðum foreldrum sínum, séu þeir ekki fráskildir? Getur Féló bannað foreldri að umgangast hitt foreldrið, ef annað foreldri er aðeins 16 ára?

Komdu sæl

Jú það er rétt hjá þér að börn eiga rétt á því að þekkja og umgangast báða foreldra sína, hvort sem þeir búa saman eða ekki.

Almennt séð hefur fólk rétt á að umgangast þá sem það vill og á það að sjálfsögðu líka við um þá sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Eðli málsins samkvæmt hafa foreldrar, eða þeir sem fara með forsjá barnanna, þó alltaf ákveðinn rétt til að hafa áhrif á það hverja barnið umgengst ef tilgangurinn er að vernda barnið. Þetta fer allt eftir aðstæðum og þeim einstaklingum sem í hlut eiga.

Ef barnavernd sveitarfélagsins hefur t.d. komið 16 ára stúlku í fóstur eða haft afskipti af henni að öðru leyti og hún eignast barn þá verður að teljast eðlilegt að starfsfólk barnaverndarinnar geti haft einhver áhrif á það hverja stúlkan umgengst ef það er til þess að vernda stúlkuna og barnið hennar.

Það er kannski betra að svara þér í síma þar sem við vitum lítið um aðstæðurnar í þessu máli. Endilega hringdu í s. 800 5999 ef þig vantar betri svör. Við getum líka hringt í þig ef þú gefur okkur upp símanúmer.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda