English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Heilsa og líðan

Svitna og roðna mikið

Hæ. Ég er 14ára stelpa á höfuðborgarsvæðinu og vil spyrja nokkurra spurninga. Ég svitna mjög mikið, svo mikið að það kemur blettur.  En það er bara í skólanum en ekki heima.  Er þetta að fara að vera svona alla mína ævi eða er þetta bara útaf ég er að þroskast ?? Svo er líka að ég roðna mjög mikið þegar ég tala við suma.  Er hægt að losa sig við roðn ??

Komdu sæl

Það er alveg eðlilegt að svitna og roðna. Þú ert örugglega ekki ein um að vera að velta þessu fyrir þér.

Hjá umboðsmanni er enginn með menntun á heilbrigðissviði og því er betra að þú berir upp þessa fyrirspurn við hjúkrunarfræðing eða annað fagfólk.

Umboðsmaður mælir með því að því að þú hafir annað hvort samband við hjúkrunarfræðinginn í skólanum eða að þú farir á heilsugæslustöðina þína og fáir tíma þar hjá hjúkrunarfræðingi. 

Svo má líka benda þér á að senda erindi þitt til Tótalráðgjafarinnar. Nánar hér.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna