English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára stelpa | Vinir og félagslíf

Vinskapur og vinsældir

Mér líður ekki svo vel í skólanum. Ég er ekki vinsæl og mér finnst eins og vinsælu krakkarnir fyrirlíti mig!  Vinsælu sem verða líka allt í einu rosalega góðir við mann eru ekkert sérlega góðir eftir allt saman. Hvað get ég gert ?

Komdu sæl

Það er leitt að heyra að þér líði illa í skólanum.  Vinasambönd og “vinsældir” eru hlutir sem mjög margir krakkar hafa áhyggjur af og því eru örugglega fleiri í sömu sporum og þú í skólanum.  Það er þó gott að þú hafir í huga að fyrir flesta er mikilvægara að eiga færri trausta vini en fleiri kunningja.

Til að bæta úr vanlíðan þinni er mikilvægt að þú ræðir málin við foreldra þína og við umsjónarkennarann þinn. Svo getur þú alltaf leitað til námsráðgjafans í skólanum. Hann/hún getur örugglega hjálpað þér og bent á ýmsar leiðir til að eignast félaga. Eins og í flestu öðru þá gengur yfirleitt betur ef maður er jákvæður og einbeitir sér að kostum sínum frekar en göllum.

Gangi þér vel.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna