English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Kynlíf og sambönd

Langar að kyssa strák

Mig langar alveg ROSALEGA að kyssa strák (hef aldrei kysst einn einasta) en ég er bara ekki nógu góð fyrir þá ;S Ég meina ég soldið þybbin, óvinsæl og ekkert smá feimin ! Á ég að bíða eða ?

Komdu sæl

Tilgangurinn með þessari heimasíðu er fyrst og fremst að aðstoða og upplýsa börn og unglinga í sambandi við velferðarmál þeirra, réttindi og skyldur.

Umboðsmaður getur því miður ekki sagt þér hvort þú ættir að bíða með að kyssa strák eða ekki. Þessu verður þú að svara sjálf í samræmi við eigin sannfæringu.  Það er ekkert að því að taka þessum hlutum rólega.  Ef þú vilt ræða þetta við einhvern þá vill umboðsmaður benda þér á þessa aðila.

Svo virðist þó sem þú þyrftir e.t.v. að vinna eitthvað með sjálfsmynd þína, sjálfsgagnrýni og fyrirmyndir. Þú ert alveg örugglega ekkert síðri en aðrar stelpur og því er mikilvægt fyrir þig að gefa sjálfri þér tækifæri og hugsa jákvætt.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna