English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Vinir og félagslíf

Ráðgjöf vegna "vinavandamáls"

Heyrðu má maður hringja í 1717 ef maður er með vina vandamál sem er svolítið langt (of langt til að skrifa hér) og hvert get ég hringt og fengið svörin við þessu ef ég get ekki skrifað það hér.  Það þarf að vera 100% trúnaður og helst gjaldfrjáls sími. ps.  Er hægt að hringja í ykkur?

Komdu sæl 

 Já, það er rétt að þú getur hringt í hjálparsímann 1717 til að ræða vandamál í sambandi við vinina.  Fólkið sem svarar í hjálparsímann er bundið trúnaði og hefur hlotið þjálfun í að veita ýmis konar ráðgjöf.

Þú getur líka hringt á skrifstofu umboðsmanns barna í gjaldfrjálsa númerið 800 5999.  Starfsfólk umboðsmanns barna er bundið trúnaði.

Kær kveðja frá umboðsmanni barna