English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Ýmislegt

Hvað felst í barnasáttmálanum?

Hvað felst í barnasáttmálanum? 

Komdu sæl

Barnasáttmálinn kveður á um skyldur ríkisins til að tryggja börnum ýmis grunnréttindi.

Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn  séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því  að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með eigin réttindi - óháð réttindum hinna fullorðnu.

Barnasáttmálinn kveður á um vernd  tiltekinna grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Jafnframt leggur hann skyldur á aðildarríkin til að tryggja  velferð barna m.a. á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála.

Barnasáttmálinn hefur verið staðfestur af 192 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og er hann sá mannréttindasamningur, sem hefur verið staðfestur að flestum  þjóðum.

Hér getur þú lesið meira um Barnasáttmálann. 

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt