English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára stelpur | Skóli

Of mikið heimanám

Hæ hæ við erum 2 stelpur og viljum kvarta yfir heimanámi sem er of mikið sko í fyrra vorum við með annan kemmara sem er strangari og hún lét okkur fá miklu minna heimanám. Konan sem er núna lætur okkur fá MIKLU meira. t.d. 2 bls í skrift, 5 bls í stjörnubók, upprifjunarhefti í stærðfræði, stafsetningaræfingu, 4 erindi í erfiðu ljóði, lesa 12 blaðsíðna sögu og læra fyrir íslenskupróf, stærðfræðipróf, skriftarpróf, framsagnarpróf og bókmenntir. Svo lét hún okkur fá miða yfir það sem við áttum að læra og það var FULLT á honum sem hún hefur aldrei kennt okkur. Svo velur hún sér uppáhalds nemendur í bekknum (það er ekki bara gáfuðustu nemendurnir) heldur t.d. stelpa sem heitir sama nafni og hún, og hún þolir okkur ekki.

kv 2 óánægðar.

Komið þið sælar

Þið kvartið undan of miklu heimanámi.  Mikilvægur þáttur í skólastarfi er að nemendurnir “læri að læra” og þjálfist í því að skipuleggja sig. Þetta er grunnurinn að velgengni í frekara námi og starfi í framtíðinni. En að sjálfsögðu má ofgera öllu. Börn og unglingar eiga líka rétt á frítíma. Það væri e.t.v. heppilegast að byrja að ræða þetta við foreldra ykkar. Ef þau eru sammála ykkur um að álagið sé of mikið væri gott ef þau myndu hafa samband við kennarann til að ræða þetta.

Ef ykkur vantar aðstoð við námið eða ef þið viljið læra nýjar aðferðir við heimalærdóminn ættuð þið endilega að fá tíma hjá námsráðgjafanum í skólanum.  Hann/hún getur hjálpað nemendum við ýmislegt sem við kemur náminu.

Gangi ykkur vel!

Kveðja frá umboðsmanni barna       

Flokkur: Skóli