English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 15 ára stelpa | Skóli

Kennari ósanngjarn - gildi samræmdra prófa

Okey, ég bara spyr... ég er í 10.bekk og allt í lagi með það.  En ensku kennarinn i skólanum minum er geðveikt ömurlegur. Segir að samrændaprófs einkunnin gildi ekki neitt heldur sé það hann sem gefi einkunnina á einkunnaspjaldið okkar. Hann segir oft að hann ætli að fella okkur því við erum ekki nógu góð... Hann er alltaf að tala niður til min seigir að eg kunni þetta ekki og bla bla bla.. Á hann þá ekki að kenna mér þetta?  Svo er hann farin að telja niður i samræmduprófin og stressa okkur geðveikt.  Mega kennarar segja að þeir ráði hvað þeir gefi okkur. t.d. hann seigir að ef honum er vel við okkur gefur hann okkur hátt en illa gefi hann okkur lágt :(  og eg veit ekki... vonanst um svör

Komdu sæl

Í starfi kennara er mikilvægt að þeir reyni að vekja áhuga nemenda á námsefninu.  Kennurum ber að koma fram við nemendur sína af virðingu, sama hvort þeir hafa staðið sig vel eða illa.  Það er ekki ásættanlegt að þeir lítillækki nemendur sína eða hóti þeim að fella þá einungis vegna þess að þeim líki ekki við nemendurna. 

Þú verður samt að hafa í huga að nemendur eiga líka að koma fram við kennara og aðra starfsmenn skólans af virðingu.  Í grunnskólalögum segir m.a. að nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin. 

Ef þú hefur ekki sagt foreldrum þínum frá framkomu kennarans ættir þú endilega að gera það sem fyrst. Það sem þú og foreldrar þínur gætu gert, er að fá fund með skólastjóra og ræða þetta mál við hann og segja frá framkomu  enskukennarans við þig. Einnig má benda þér á að leita til námsráðgjafans í skólanum, sem gæti aðstoðað þig í þessu máli.  

Gangi þér vel.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli