English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 13 ára stelpa | Skóli

Ósátt við baðverðina í sundi

Í sundi þá eru klefakonurnar, eða hvað sem maður kallar þær, alltaf að segja: þvoðu þér betur og láttu á þig sápu. Glápandi á kynfærin á manni. Ég kann að þvo mér sjálf!  Líka, skinn af fólki, það þarf að þrífa betur.  Þetta er ég búin að segja við sundkennarann minn og alla.  Við erum nokkrar sem erum sterklega á móti þessu og við eigum okkar rétt!

Komdu sæl

Til að byrja með er rétt að taka fram að það er hluti af starfi baðvarða í sundlaugum, að fylgjast með því að enginn fari ofan í sundlaugina án þess að vera búinn að þvo sér nægilega vel. Þannig að það er eðlilegt að baðverðirnir fylgist með þegar þú ert að fara í sundlaugina og vonandi er það ekki ætlun þeirra að gefa í skyn að þú getir ekki þvegið þér sjálf.

Hins vegar, ef þér finnst baðverðirnir ekki vera að sinna starfi sínu eins og þeir eiga að gera, þ.e. haga sér á ósæmilegan hátt, þá gerðir þú rétt með því að ræða það við sundkennarann. Einnig getur þú leitað til yfirmanns sundlaugarinnar með athugasemdir þínar eða skólastjórans (ef þú ert að tala um skólasund).  

Með bestu kveðju
frá umboðsmanni barna

Flokkur: Skóli