English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára strákur | Skóli

Bý í útlöndum og langar að læra íslensku

Ég á heima í útlondum og er í útlenskum skóla.  Mig langar mikid til ad læra íslensku.  Er einhver staður þar sem ég get spurt???

Komdu sæll

Mikið er gott að heyra að þú viljir læra íslensku þó að þú eigir heima í útlöndum. 

Íslenskuskólinn er skóli á netinu, m.a. fyrir íslensk börn sem búsett eru um víða veröld.

Á heimasíðu Námsgagnastofnunar er heilmikið kennsluefni í íslensku. Einnig er Krakkasíða Námsgagnastofnunnar skemmtileg.

Hérna eru skilaboð til mömmu eða pabba. 
Á síðu menntamálaráðuneytisins er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um námskrár og áfangamarkmið námskrár.

Gangi þér vel í íslenskunáminu!

Bestu kveðjur frá umboðsmanni barna á Íslandi

Flokkur: Skóli