English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Ýmislegt

Útivistartíminn

Mér finnst óréttlátt að sumir megi vera lengi úti, eins og til tíu. Kveðja Aníta

Komdu sæl Aníta

Í barnaverndarlögum eru fyrirmæli um útivistartíma barna og unglinga að 16 ára aldri. Reglurnar eru þannig, að börn 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 20 (8) á veturna, en til kl. 22 (10) á sumrin. Unglingar 13-16 ára mega vera úti til kl. 22 (10) á veturna og til kl. 24 (12)  á sumrin. Þessi tími gildir fyrir 13-16 ára, nema unglingarnir séu á leið heim frá skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Markmiðið með þessum reglum er auðvitað fyrst og fremst að vernda börn og unglinga. Verndin beinist bæði að því að þau séu ekki úti seint á kvöldin, sem getur verið hættulegt þegar myrkur er og umferð lítil, en líka að því að börn og unglingar fái nægan svefn svo þeim líði t.d. vel í skólanum og hafi næga orku til að læra.

Foreldrar mega setja börnum sínum reglur um útivistartíma eins og þeir telja best fyrir viðkomandi barn. Það er gott ef foreldrar og börn geta rætt málin saman og komist að samkomulagi um reglurnar þannig að allir eru sáttir. Foreldrar eiga allavega að hlusta á það sem börnin hafa að segja um útivistartímann og öfugt.

Með bestu kveðju
frá umboðsmanni barna
 

Flokkur: Ýmislegt