English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 14 ára stelpa | Ýmislegt

Hverjir eru helstu embættismenn SÞ?

Hverjir eru helstu embættismenn SÞ?

Komdu sæl

Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins, www.utanrikisraduneytid.is,  er sérstök undirsíða um Sameinuðu þjóðirnar.  Smelltu hér til að skoða. Þar segir m.a.:

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er æðsti embættismaður stofnunarinnar. Hann er skipaður af allsherjarþinginu samkvæmt tillögu öryggisráðsins til fimm ára í senn. Hann hefur yfirumsjón með starfsemi samtakanna. Hann getur lagt fyrir öryggisráðið hvers kyns mál, sem hann telur að ógna kunni heimsfriðinum, og lagt fram tillögur um málefni, sem tekin skulu upp á allsherjarþinginu eða í öðrum stofnunum Sameinuðu þjóðanna.

Ef þú getur lesið ensku þá er allar upplýsingar að finna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna: www.un.org/english/

Gangi þér vel!

Kær kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt