English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 16 ára stelpa | Ýmislegt

Það hlustar enginn á okkur

Börn eru beitt misrétti. Allir halda að krakkar séu heimskir og vitlausir, það hlustar enginn á okkur og öllum virðist sama. Það er ekki fyrr en við reynum að drepa okkur (af þeirra völdum) sem fullorðna fólkið vill hlusta. Okkur finnst þau ekki hlusta á okkur þegar við tölum saman, allir að horfa á sjónvarpið og enginn nennir að tala... samt segir fólk að við viljum ekki tala, það er út af því að þegar við viljum tala þá eru þau ekki tilbúin að ræða málin... þetta líf er líka erfitt fyrir okkur, það er ekki bara til unglingavandamál heldur fullorðinsvandamál útaf því að þeir skilja okkur ekki því að þau eru annað að gera þegar við reynum að tjá okkur... Við reynum að láta okkur líða vel og bæla niður þessa vanlíðan með því að drekka okkur full og nota fíkniefni. EN einsog ég sagði það eru allir góðir við mann þegar maður er veikur eða á einhvað erfitt. Þá vilja allir hlusta en það er bara of seint... 

Takk fyrir þetta.

Þetta er þörf áminning til allra fullorðinna. Umboðsmaður barna er að mörgu leyti sammála þér, enda berast hingað á skrifstofuna mörg bréf frá börnum og unglingum sem eru bókstaflega að kalla á hjálp en enginn virðist hlusta á þau eða taka eftir því hvað þeim líður illa.

Ef þér líður illa og þér finnst enginn í kring um þig vilja eða hafa tíma til að hlusta á þig, vill ég benda þér á nokkra aðila sem þú getur leitað til. Í fyrsta lagi getur þú sest niður og spjallað við námsráðgjafann í skólanum þínum en hann/hún á að aðstoða ungt fólk að takast á við persónulega erfiðleika, jafnt sem námstengda erfiðleika.  Einnig átt þú að geta rætt við umsjónarkennara og skólahjúkrunarfræðinginn. Í öðru lagi getur þú fengið tíma á heilsugæslustöðinni nálægt þér til að fá  ráðgjöf um heilsu og líðan. 

Svo má nefna presta, en mörgum finnst mjög gott að fara til prestsins síns og ræða við þá um erfiðleika sína. Jafnvel þótt þú þekkir sóknarprestinn þinn ekkert, þá átt þú samt að geta komið til hans eða hennar með vandamál þín og hugleiðingar. Rauði krossinn er með hjálparsímann 1717 sem er opinn allan sólarhringinn.  Þegar þér lður illa getur þú hringt þangað og rætt við starfsfólk hjálparsímans í trúnaði.

Að sjálfsögðu getur þú líka alltaf skrifað eða hringt hingað ókeypis til umboðsmanns barna (síminn er  800 5999).  Hér átt þú fullan trúnað.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Ýmislegt