English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 11 ára stelpa | Fjölskylda

Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

Komdu sæl

Ef annað foreldri barns deyr þá verður forsjáin áfram hjá hinu foreldrinu og er reynt að raska lífinu sem minnst fyrir barnið.

Ef hins vegar báðir foreldrar barns deyja, þá er það hlutverk barnaverndarnefndar að hugsa um barnið og finna heimili fyrir það. Oftast eru það einhverjir innan fjölskyldunnar, t.d. amma og afi, eða systkini foreldra, sem taka barnið að sér og hugsa um það þar til það verður fullorðið.

Áður en svona ákvarðanir eru teknar verður samt alltaf að skoða vel hvað er best fyrir börnin og hvað börnin vilja sjálf, ef þau hafa vilja og þroska til að tjá sig um það.

Með bestu kveðju
frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda