English Danish Russian Thai Polish

Spurt og svarað

| 12 ára stelpa | Fjölskylda

Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn?

Er allt í lagi að eiga fleiri hunda en börn????  EIN Í VANDA!!!!!!!!

Sæl

Svarið við spurningu þinni er já, það er í lagi að eiga fleiri hunda en börn.  Mörgum finnst mjög gaman og gott að hafa dýr á heimilinu þar sem þau gefa oft mikið af sér og eru góður félagsskapur fyrir heimilisfólk.  En að sjálfsögðu verða foreldrar alltaf að hugsa vel um börnin sín, sama hve mörg dýr eru á heimilinu. 

Í uppeldinu eiga foreldrar alltaf að hugsa um hagsmuni og þarfir barns síns, og sýna því umhyggju og nærfærni. Foreldrar eiga að stuðla eftir mætti að því að barn þeirra fái menntun og starfsþjálfun í samræmi við hæfileika þess og áhugamál.

Kveðja frá umboðsmanni barna

Flokkur: Fjölskylda